top of page
Selvatn tjaldsvæði B.jpg

Veiðivötnin í landi Mallands á Skagaheiði kallast einu nafni Mallandsvötn. Veiðivötnin eru Skjaldbreiðarvatn, Urðartjörn, Heytjörn, Selvatn, Álftavatn og Rangatjarnir.

Vötnin gefa sum hver vænan fisk, urriða og bleikju, allt að 4 pund, en önnur eru meira setin af 1-2 punda fiski. Veiðileyfi eru seld sameiginlega í öll vötnin og einnig má reyna fyrir sér í lækjunum á milli vatnanna. Veiðitími er allur sólarhringurinn, meðan birtu leyfir. Hin stórfenglega náttúra Skagaheiðar, fuglalíf og áhugaverðir staðir eru ókeypis bónus.

Við miðum við að selja ekki fleiri en 8 stangir á dag og þá helst í 1-2 hópum í senn.

Veiðileyfið pr. stöng kostar 6.000 kr á dag.

Við bjóðum 4-8 stanga hópum að bóka gistingu í íbúðarhúsinu á Mallandi.  Þar er svefnaðstaða fyrir allt að 10 manns. Fjögur 2ja manna herbergi og svefnsófi í opnu herbergi í risi.  Sængur og koddar á staðnum, en leigjendur koma sjálfir með rúmföt, lök og handklæði.  Í húsinu er eldhús, stofa, baðherbergi með sturtu og þvottahús með þvottavél og þurrkara. Þú getur fengið húsið kl. 19:00 daginn fyrir fyrsta veiðidag og þú afhendir húsið aftur hreint og frágengið eins og þú myndir vilja taka við því aftur, kl. 18:00 á síðasta veiðidegi.

Verð fyrir gistingu eru 50.000 kr fyrir húsið á sólarhring.

Selvatn tjaldsvæði B.jpg

Leiðin að vötnunum

Skjaldbreiðarvatn er neðsta vatnið.  Aðgengi að því er frá þjóðveginum, rétt norðan við Mallandsbæinn. Ganga þarf um 400 metra yfir hæð eina og þá blasir Skjalbreiðarvatnið við í skjóli kletta norðan og austan við vatnið.  Vegslóði upp á Skagaheiði er rétt sunnan við heimreiðina að Mallandi.  Eftir ca. 2 km er komið að vegslóða niður að Urðartjörn. Á milli Urðartjarnar og Heytjarnar rennur lækurinn Utangægir.   Heytjarnarlækur rennur í Heytjörn. Tæplega 3 km akstur er svo frá Urðartjörn lengra inn heiðina, en þar eru Selvatn, Álftavatn og Rangatjarnir.  Vegslóðinn að Selvatni er ágætur, en slóðarnir að Álftavatni og Rangatjörnum eru síðri en óbreyttir jeppar fara þessa leið með lagni.

bottom of page