top of page
DJI_0665.JPG

Gisting á Mallandi

Hægt er að bóka gistingu í íbúðarhúsinu á Mallandi og er húsið leigt út í einu lagi. 

Í húsinu eru 4 x 2ja manna herbergi. 3 svefnherbergi á aðalhæðinni og eitt herbergi í risi. Auk þess er 2ja manna svefnsófi í opnu herbergi í risinu.  Tvö rúm eru í hverju herbergi og eru sængur og koddar í hverju rúmi, gestir koma með eigin rúmföt, lök og handklæði. Í húsinu er eldhús, stofa með kamínu, baðherbergi m/sturtu og þvottahús með þvottavél og þurrkara.  Í húsinu eru ryksuga og skúringarfata, þveglar, tuskur og viskustykki, til að þrífa eftir sig.   
Fyrirkomulag leigu er sjálfmennska, þ.e. gestir þrífa húsið eftir sig og taka með sér allt rusl.
   Verð pr. nótt eru 50.000 kr. fyrir allt húsið.

Vöðlugeymsla, flökunarborð og grillaðstaða eru í gömlu hlöðinni, beint á móti íbúðarhúsinu. 

Malland stofa 1.jpg

Setustofa með kamínu

Eftir langan dag á heiðinni, er gott að setjast niður í setustofunni og hlýja sér við kamínuna, taka í spil, kasta pílu eða grípa niður í eina af bókunum í bókaskápnum.  Í stofunni er einnig sjónvarp og myndlykill frá Símanum sem gestir geta nýtt sér ef þeir hafa notendaðgang að Sjónvarpi símans. 

Eldhús.jpg

Eldhús

Í eldhúsi er helstu eldhústæki, örbylgjuofn, samlokugrill, brauðrist, leirtau og borðbúnaður, pottar og pönnur og öll helstu áhöld til eldamennsku. Einnig er Nespresso kaffivél.  Við erum líka með hefðbundna uppáhellingar kaffikönnu.  Gestir koma sjálfir með kaffihylki eða hefbundið kaffi og kaffipoka

Herbergi 2.jpg

Fjögur 2ja manna svefnherbergi

Í húsinu eru fjögur tveggja manna svefnherbergi.  Sængur og koddar eru á staðnum, en gestir koma sjálfir með rúmföt og lök.  Einnig er tveggja manna svefnsófi í risi.

IMG_4523.jpg

Bókaskápurinn

Í einu af svefnherbergjunum er bókaskápur með góðu af lesefni. 

IMG_5069.jpg

Aðgerðarborð

Í silungsveiði er lykilatriðið að ganga vel um aflann. Veiðimenn geta gert strax að afla sínum þegar komið er í hús og sett í frystikistu sem er í vöðlugeymslunni.

IMG_4718.jpg

Vöðlugeymsla / grillaðstaða

Í gömlu hlöðunni á móti íbúðarhúsinu er vöðlugeymsla og grillaðstaða.  Það getur stundum blásið á Skaganum og þá er í fínu lagi að grilla inni í vöðlugeymslunni.

bottom of page